Okkar markmið
Hrein heimur til handa barna okkar.
Umhverfi okkar skiptir máli
Það er markviss stefna Meindýraeyðis Íslands ehf að trygging á varfærni í umhverfismálum verði eðlilegur þáttur í allri starfssemi og ákvarðanatöku fyrirtækisins.
Lögð er áhersla á að uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í umhverfismálum og sett eru fram í starfsleyfum og skipulagi.
Meindýraeyðir Íslands ehf leggur ríka áherslu á að vera vakandi fyrir nýjum tæknilegum úrlausnum í starfsemi sinni og tækjabúnaði sem leitt getur til minnkunar á losun skaðlegra efna út í umhverfið. Fyrirtækið fer reglulega yfir tækjakost sinn og fylgist vel með nýjungum á tækjabúnaði hvað varðar endurnýjun tækja sem m.a. tryggja betri afköst, aukið öryggi og eru umhverfisvænni.
Umhverfisvernd verður höfð að leiðarljósi í allri starfsemi fyrirtækisins. Meðferð á losun og förgun úrgangsefna ásamt vali á rekstrarvörum taki mið af umhverfisvernd.
Með ofangreind atriði að leiðarljósi vill Meindýraeyðir Íslands ehf tryggja að fyrirtækið verði í fremstu röð í umhverfismálum meðal fyrirtækja í sambærilegum rekstri.